< Undir huliðshjálmi

 

 

 

FORMÁLI

sem allt eins mætti lesa sem eftirmála

 

Spyrjið hvern sem er í Miklagarði hvort hann þekki Zetu. Og allir munu svara:

„Zetu? Safnvörð keisarans? Vin Prískusar? Að sjálfsögðu þekki ég hann. Hygginn og heiðarlegur maður — gull af manni, að því sagt er.“

Hvað um það, ég er sá sem um er rætt — Zeta. En spyrjir þú mig, mun ég svara því til, að enginn þekkir mig. Ég er bókasafnsvörður keisarans, vissulega, og víst er Prískus hreykinn af mér. En — hygginn? Nei, öðru nær. Jafnvel ekki heiðarlegur ætíð. Og að því er „gullið“ varðar þá væri heimskulegt að telja mig slíkan mann.

Ég sem hef drepið — og ekki aðeins einn mann og annan heldur væri nær að telja þá tugum saman! Og ég sem hef stolið og ég sem hef svikið.

En núna er ég orðinn heiðvirður maður. Að minnsta kosti nú sem ég tíunda lífshlaup mitt samviskusamlega á þessa bók. Þegar þú hefur lesið munt þú sjálfur fá dæmt um hyggindi mín. Hyggindi! — Heimsku mína, öllu heldur, því enginn á jarðríki hefur nokkru sinni sýnt af sér aðra eins flónsku.

Mun þá einhver enn halda því fram að loknum lestri að hann hafi í raun og veru þekkt mig? Það held ég varla — jafnvel ekki mín trúa og dygga Djídjía. Í rauninni verða aðeins borin kennsl á ásjónu manns, en hún sýnir ekki hinn innri mann, er býr undir.

Það var stúlka sem kenndi mér það.

 

 

Formáli

kaflar 1 til 10

kaflar 11 til 20

kaflar 21 til 30

kaflar 31 til 40

kaflar 41 til 50

kaflar 51 til 60

kaflar 61 til 65

 

prenta skjal

Rómanza: heim á kvist