< Leiðakerfi Strætó

Greinargerð: Drög að leiðakerfi (maí 2003)

 

Dregin er upp mynd af leiðaneti mun þéttara en það sem nú er, þó svo að samanlögð lengd allra leiða héldist svipuð. Leiðir dreifðust því á fleiri götur.

Jafnan er gert er ráð fyrir minni vögnum en nú, allt niður í minnstu fáanlegar gerðir lággólfsvagna, samfara því að ferðir yrðu verulega tíðari.

Skipti- og tengistöðvum yrði fjölgað til muna, samfara byggingu sérstakra kjarnhýsa sem hýstu margvíslega þjónustu jafnframt því að vera margra íbúða fjölbýlishús, ekki síst með litlum leiguíbúðum, sem mikill skortur er á. En leigjendur eru á meðal hinna líklegri til að hafa not af góðum almennings-samgöngum.

Sérleiðir vagna væru allnokkrar, jafnframt nýttar af lögreglu, slökkvi- og sjúkraliði, og af starfsmönnum sveitarfélaganna.

Miðað er að kerfi almenningsvagna sem raunhæfum valkosti fólks til jafns við einkabíl.

 

> Kort á kápu (160 kb)

> Greinargerðin í heild (850 kb PDF)

 

L-leiðir

Langleiðir mynda stofn kerfisins. Þetta eru að öllu jöfnu langar leiðir sem sumar ná allt að því milli endimarka höfuðborgarsvæðisins, nema að jafnframt séu hringleiðir, en þá umlykja þær all stóran borgarhluta eða mörg hverfi. Ferðir allra langleiða eru tíðar og liggja oft að talsverðu leyti um hraðfara stofnbrautir og tengibrautir. Gert er ráð fyrir að ferðast megi milli nær allra hluta höfuðborgarsvæðisins með L-leiðunum án þess að ýkja langt sé í biðstöðvar eða nauðsynlegt að fara fyrsta eða síðasta spölinn með X-leið.

 

X-leiðir

Skammleiðir, X-leiðirnar, mynda innri greinar kerfisins og eru alla jafna fremur skammar eða hugsaðar til skemmri ferða, svo sem nafnið ber með sér. Þeim er ætlað að þétta net langleiðanna af ýmsum ástæðum – að auka umferðartíðni, stytta fólki spölinn að biðstöðvum L-leiða, auðvelda ferðir innan hverfa og að fara um götur og hverfishluta sem tafsamar væru L-leiðunum. Eðli málsins samkvæmt eru X-leiðir því oft lengur í förum en þjóna þó iðulega á skemmri leiðum sem valkostur til viðbótar við L-leiðir og stytta þannig biðtíma eftir vögnum. Ferðir X-leiða væru ekki eins tíðar og L-leiðanna og þær gengju skemur fram á kvöld. Sumar X-leiðanna gengju e.t.v. einungis á vinnutíma.

 

H-leiðir

H-leiðir – hringleiðir – eru ávallt og jafnframt annað hvort L-leiðir eða X-leiðir.  H-leiðir hafa annars það eitt sameiginlegt að allar liggja þær í hring – eru hringleiðir án sérstakra endastöðva. Á öllum hringleiðum er gert ráð fyrir að ekið sé í báðar áttir, svo sem á öðrum leiðum.

 

Ákveðinn grunnlitur einkennir hvern leiðarlykil. Líkur litur kann þó að vera notaður á tveimur leiðum, svo fremi að þær falli ekki í sama flokk (L, X eða H) eða liggi svo fjarri hvor annarri að engin hætta sé á að ruglað sé saman.

 

Leiðarlyklar L-leiða hefjast ætíð á bókstafnum L og á eftir kemur eitt númer – nema að hringleið sé, þá kemur einn bókstafur á eftir og aftur L.

 

Leiðarlyklar X-leiða hefjast ætíð á bókstafnum X og á eftir kemur einn bókstafur – nema að hringleið sé, þá kemur einn bókstafur á eftir og aftur X.

 

Leiðarlyklar H-leiða eru ávallt þrír bókstafir þar sem fyrsti og þriðji bókstafur eru ávallt L eða X, eftir því í hvorn flokkinn hringleiðin fellur, en miðbókstafurinn vísar til fyrsta stafs t.d. í heiti á aðal skiptistöð leiðar eða heiti hverfis, bæjarhluta eða sveitarfélags.

 

Tímatafla einnar langleiðarinnar - L3

 

> Greinargerðin í heild sinni er á pdf-formi, 850 kb.

Þar er leiðakerfinu lýst í öllum aðalatriðum.

 

Helstu kaflar eru þessir:

 

Einkenni leiðannna – leiðarlyklar og heiti

Val á vögnum, ferðatíðni og álagsviðmið

Skiptistöðvar – miðstöðvar

Upplýsingamiðlun – kort og merkingar

Vagnstjórar – vaktir, skiptingar og hvíldir

Um næturvagna

TAFLA 1: Mesta áætluð vagnaþörf að degi til, virkan dag

TAFLA 2: Nýtt leiðakerfi – borið saman við lægri ferðatíðni

VIÐBÆTIR 1: Nánar um aukavagna og rútur í hlutverki þeirra

VIÐBÆTIR 2: Almenningssamgöngur, ferðakostnaður og fargjöld – breyttir tímar

FORTÍÐ > FRAMTÍÐ – jafnvægi gjalda og tekna

__________________________________

Leiðakerfi Strætó:

> Leiðakort: 13 stofnleiðir - 8 innri leiðir

> Greinargerð: Drög að leiðakerfi

> Umferðarmiðstöð og skiptistöðvar

> Umferðarmiðstöð við Kringlu

> Merkingar vagna og biðskýla

> Fortíð og framtíð

 

© maí 2003

Árni B. Helgason

 

prenta skjal

Rómanza: heim á kvist